Ökukennsla - Sími.:895 8125

Fyrsta skrefið að ökuprófi er að fara í ökunám. Námið skiptist í bóklegt- og verklegt nám. Skynsamlegt er að ætla sér góðan tíma í ökunámið því að tímaskortur og akstur fara illa saman. Fyrsta skrefið í ökunáminu er að ræða við ökukennara, en val ökukennara er mikilvægur þáttur í ökunáminu. Ökukennarinn sér um verklegu kennsluna, hefur umsjón með bóklegri fræðslu og leiðir nemandann í gegnum allt ökunámið og prófin.