Hoysung umboðið á Íslandi - Sími.:895 8125

Renta ehf. er umboðsaðili fyrir Hyosung á Íslandi.

 

 

Hyosung mótorhjólin eru framleidd í Suður Kóreu. Framleiðandinn fagnaði 30 ára framleiðsluafmæli á bifhjólum árið 2008. Af því tilefni voru framleidd 1000 númeruð eintök af þessu  gullfallega hjóli, Hyosung GV650 SE Anniversary.Stærstu hjólin eru 650 cc en mótorinn er aflmikill, 81.6 hp. Þessi hjól hafa verið að vinna sér markað út um allan heim, m.a. í Bretlandi og Danmörku þar sem þeim hefur verið afar vel tekið og þau eru að fá góða dóma.

Hyosung keppir ekki við þá fremstu frekar en Hyundai við Mercedes Benz, en þau eru ódýr og hagkvæm. Nýjasta GV650 Sport Cruiser hjólið er með V90° tveggja strokka vél með beinni innspýtingu og skilar 81.6 hestöflum og 67 Nm í togi.

Hjólin eru seld með tveggja ára ábyrgð og ótakmörkuðum akstri innan þess tíma.